NETNÁMSKEIÐ FYRIR 16-24 ÁRA

VR kynnir VR-SKÓLA LÍFSINS, námskeið á netinu fyrir ungt fólk. Allt um atvinnulífið:
Hvernig færðu vinnu? Hvað áttu að fá í laun? Hvað er uppsagnarfrestur? Jafnaðarkaup?
Og allt hitt – á mannamáli.

1. SKÓLINN Á NETINU

Skemmtileg vídeó og stuttir skýringartextar
á mannamáli.

2. VERKEFNIN Á NETINU

Lauflétt verkefni sem þú leysir
í lok hvers kafla.

3. VERKLEGI HLUTINN

Ein kvöldstund með reyndum ráðgjöfum
frá Dale Carnegie. Matur innifalinn.

*Þú velur dagsetningu og skráir þig í verklega hlutann
þegar þú hefur klárað námsefnið á netinu.

Náðu í gráðuna í VR-Skóla Lífsins

Skrá mig!

Númer 1 - Atvinnuleit

Hvar áttu að byrja atvinnuleitina?

Hvar viltu vinna? Hvar liggja möguleikar þínir? Hvar nýtist starfsreynsla þín og menntun? Með því að hafa þetta til hliðsjónar við atvinnuleitina er líklegra að þú fáir vinnu þar sem hæfileikar þínir nýtast og að þér líði vel.
Meira

Númer 2 - Umsókn

Láttu ferilskrá og kynningarbréf fylgja umsókn

Þegar þú sækir um vinnu er ekkert endilega víst að vinnuveitandinn viti nokkuð um þig. Umsóknin, ferilskráin og kynningarbréfið eru þitt tækifæri til að sýna að sýna honum/henni að þú sért rétta manneskjan í starfið.
Meira

Númer 3 - Starfsviðtal

Það sem þú þarft að hafa á hreinu í starfsviðtali

Í starfsviðtalinu reynir vinnuveitandinn að komast að því hvort það sé góð hugmynd að ráða þig í vinnu. Undirbúðu þig vel og passaðu að þú sért örugglega að senda réttu skilaboðin.
Meira

Númer 4 - Ráðning

Að byrja í nýrri vinnu

Vonandi er tekið vel á móti þér í nýju vinnunni. En ertu búin/n að skila inn reikningsnúmeri og skattkorti? Og veistu hvenær þú átt að vinna, hversu mikið og hvað þú átt að fá í laun?
Meira

Númer 5 - Stéttarfélag og samningar

Stéttarfélagið verndar hagsmuni þína

Ertu búin/n að skrifa undir ráðningarsamning? Færðu borgað í samræmi við kjarasamninga? Hvert áttu að leita ef þú heldur að það sé verið að svindla á þér?
Meira

Númer 6 - Starfslýsing

Hvað áttu eiginlega að gera í vinnunni?

Það er krefjandi að byrja í nýrri vinnu, sérstaklega ef þú veist ekkert hvað þú átt að gera. Hver eru þín helstu verkefni? Hvernig virkar allt? Hvenær máttu fara í mat og kaffi? Vertu óhrædd/ur við að spyrja spurninga.
Meira

Númer 7 - Skyldur starfsmanna

Veikindadagar og hvernig maður hegðar sér í vinnunni

Þegar maður er í vinnu er maður að selja vinnuveitanda tíma sinn. Og þá getur maður ekki látið bara hvernig sem er. Er það til dæmis í lagi að þykjast vera veikur þegar maður þarf frí?
Meira

Númer 8 - Uppsögn

Er búið að reka þig eða nennirðu þessu ekki lengur?

Þú mátt alveg segja upp. En þá þarftu að skila inn formlegu uppsagnarbréfi og kannski þarftu að vinna uppsagnarfrest. Það sama á við um vinnuveitanda þinn. Hann má ekki segja þér upp hvenær eða hvernig sem honum/henni dettur í hug.
Meira

Númer 9 - Vinnutími

Hvenær ertu að vinna og hvað áttu að fá borgað?

Hvað áttu að fá borgað fyrir að vinna á kvöldin og um helgar? En á rauðum dögum? En á stórhátíðum? Hvað á maður að vinna mikið í hverjum mánuði? En ef maður vinnur meira en það?
Meira

Númer 10 - Skyldur yfirmanns

Er yfirmaðurinn ekki örugglega góður við þig?

Hvernig líður þér í vinnunni? Er vinnuaðstaðan eins og hún á að vera? Veistu hvenær þú átt að vinna? Er vinnuplanið skýrt? Er komið rétt fram við þig? Hvernig er einelti skilgreint? Hvað er kynferðisleg áreitni?
Meira

Númer 11 - Launaseðillinn

Launin eiga að koma í upphafi hvers mánaðar

Það á ekki að vera neinn leyndardómur hvað stendur á launaseðlinum. Lærðu að reikna út launin þín, gerðu þér grein fyrir hvað er dregið frá í skatta og önnur gjöld, og vertu viss um þú fáir rétt útborgað í hverjum mánuði.
Meira

Númer 12 - Kynbundinn launamunur

Af hverju fá konur lægri laun en karla fyrir sömu vinnu?

Þó að það standi skýrt í lögunum að það megi ekki mismuna fólki þá er samt óútskýrður munur á launum karla og kvenna. Er ekki bara hægt að laga það? Hvað getur þú gert?
Meira

Númer 13 - Ábyrgð

Þegar maður finnur að manni er treyst eykst sjálfsvirðingin

Þegar maður hefur tileinkað sér starf og verður góður í því er eðlilegt að manni sé treyst fyrir meiri ábyrgð. Er ekki eðlilegt að launin þróist í samræmi við aukna reynslu? Hvernig verður maður góður stjórnandi?
Meira

Númer 14 - Verklegi hlutinn

Nú þarftu að kíkja í heimsókn!

Netið er frábært en sumt er ekki hægt að vita án þess að vera á staðnum og hitta fólk. Komdu í heimsókn, fáðu pizzu, hittu frábæra leiðbeinendur og spurðu spurninga. Verklegi hlutinn er eitt kvöld 18:30 - 20:30 í Húsi verslunarinnar (rétt hjá Kringlunni).
Meira